Grasekkja
Í dag skutlaði ég Finni á flugvöllinn og varð þar með grasekkja fram á miðvikudag (já, hann er lentur heill á húfi, og einhverra hluta vegna þá er hann einn í hótelherbergi með tveimur hjónarúmum!?!). Svo tók það mig heila eilífð að byrja að lesa fyrir lokaprófið sem er í fyrramálið, þannig að núna er klukkan 10 um kvöld og ég er ekki búin að fara yfir lesefnið ennþá. En þetta hefst líklega einhvern veginn… það gerir það yfirleitt. 🙂
Annars (sorry Óli) þá verður að viðurkennast að próflestur á 8. mánuði er ekki beint það þægilegasta í heimi… Ég byrjaði á því að sitja við eldhúsborðið, og eftir að hafa verið þar svo gott sem hreyfingarlaus í einhvern tíma fann ég hvernig fæturnir fóru að bólgna, bakið að stífna og ekki gat ég sitið hokin því litlar lappir/bossi voru að ýta á rifbeinin mín. Ég flúði því upp í rúm og hef verið þar síðan með heitan poka og púða undir lappirnar… Nú er bara að vona að líkaminn verði ekki of móðgaður yfir því að þurfa að sitja í 3 tíma á vondum stól við vont borð að taka lokapróf í fyrramálið… Hrumpf!
Og já, sáum Two Towers Special Extended Edition í gærkvöldi… sleeeef… Nú er bara að ná sér í miða fyrir frumsýninguna á þriðja kaflanum 17. des… 🙂