Fimmtudagur 11. desember 2003
Hrefna vandræðagemlingur…
Varúð – þetta er argasta ófrískublogg!! 🙂
Í dag var aftur tími í ljósmæðraskoðun, og aftur mældist ég með rosa-háan blóðþrýsting (158/99). Sjálf hafði ég mælt mig 135/84 í morgun. Það hefur líklega ekki hjálpað að við lentum næstum í árekstri í flýtinum á leiðinni á spítalann og að ég svaf í tæpa 5 tíma í nótt. Hvað um það. Mér var rúllað (og Finnur rölti með) upp á fæðingardeild til að vera undir “observation” á meðan þvag-og blóðsýni voru analíseruð og blóðþrýstingurinn og barnsslátturinn mældur með reglulegu millibili.
Mér gekk nú eitthvað ver að trappa mig niður í þetta skiptið en áður, líklega vegna þess að ég veit að ég er núna komin það langt á veg að ef þeir vilja gera eitthvað (lesist: setja mig af stað) þá er mun líklegra að það gerist nú en áður. Um ellefuleytið var mér svo rúllað upp í sónar í “growth scan” eins og hafði verið ákveðið í síðustu viku. Kættist nú strympa þegar í ljós kom að barnið mældist alveg agalega eðlilegt (12,3 merkur +/- 1,5 merkur) og vökvamagnið var rosagott. Eftir þetta fór nú blóðþrýstingurinn að láta á sjá og súnkaði niður í 128/78, og þegar öll prófin komu eðlileg til baka (rúmlega 2 e.h.) var mér hleypt heim – með þvagsöfnunardúnk að sjálfsögðu…
Annars skal á það minnst að sónarkonan kommentaði að barnið líktist Finni… 🙂 Við fengum tvær myndir en ég kemst ekki til að skanna þær fyrr en á morgun – og þær eru þess fyrir utan hálf ógreinilegar. Planið næstu daga er því bara að slaka á, NST á mánudaginn og fimmtudaginn, og næsta ljósmæðraheimsókn er á fimmtudaginn líka.