2003-12-15Uncategorized Standard
Mánudagur 15. desember 2003
Síðustu dagarnir
Í dag brenndi ég DVD diska fyrir leiðbeinandann minn. Hann á það nefnilega til að safna gögnum í stórum stíl (svona 1.5 GB á dag) þegar hann fær að nota stóra Stanford diskinn, og til að fylla ekki tölvurnar þá verður að koma þessu yfir á annað geymsluform. Hvert “brenn” tekur hálftíma, þannig að á meðan var ég bara að spjalla við samnemendur, sem eru flestir að hverfa á brott á næstu dögum.
Svo skrapp ég á spítalann þar sem allt leit vel út að vanda, og blóðþrýstingurinn mældist 136/85 held ég í síðustu tilraun. (Ég mældist tvisvar dauð, með blóðþrýsting upp á 0/0, en mælingarnar voru dæmdar ómerkar því ég virtist vera sprelllifandi í raunveruleikanum… 🙂