2003-12-16Uncategorized Standard
Þriðjudagur 16. desember 2003
Nú á ég bolta! 🙂
Eftir afspyrnu afslappaða veru á skrifstofunni fór ég snemma heimleiðis, en stoppaði samt til að láta þvo bílinn (jólaþvotturinn) og svo til að kaupa svona “fitness ball”, öðru nafni “birthing ball“, sem er búinn að vera á innkaupalistanum lengi. Svo var hent í tvær þvottavélar áður en ég fór í jólaboð Greenborder (“The Cure In Secure!” 🙂
Kvöldið fór síðan í að blása upp blessaðan boltann, og uppgötva allar litlu hliðar-google síðurnar, eins og catalog-leitina, zeitgeistinn og kauptu-þér-svar síðurnar… Merkilegur fjandi.