2003-12-19Uncategorized Standard
Föstudagur 19. desember 2003
Eitt stykki barnarúm, takk
Ég fékk hana Guðrúnu í lið með mér að kíkja á barnarúm í dag í Babies’R’Us og endaði á því að festa kaup á þessu rúmi. Þetta var mest “plain” rúmið í búðinni (sjá brot af úrvalinu hérna) og á allt í lagi verði. Rúmið var því miður ekki til í búðinni en það ætti að koma eftir tvær vikur – sem hentar fínt því á morgun verð ég komin 38 vikur (af 40) á leið… 🙂
Annars er grenjandi rigning hérna núna og ég er að hugsa um að fá mér kakó… 🙂
[English excerpt: I bough a crib today! It will be arriving in about 2 weeks… perfect timing! :)]