Laugardagur 27. desember 2003
Heim af spítalanum
Erum komin heim með litla hvolpinn. 🙂 Losnuðum ekki af spítalanum fyrr en kl. 3 ca, þar sem það átti eftir að gefa Önnu Sólrúnu e-t mótefni og taka legginn úr æðinni á Hrefnu. Anna Sólrún svaf til 5 og er núna í fanginu á mömmu sinni að drekka. Við lifðum af fyrstu heima-kúkableiuna en það lá við að ekki næðist að skipta um nógu fljótt – því meira var á ferðinni um leið og hreyft var við bleiunni! Sekúndu seinna og hún hefði ekki hitt í bleiuna. 🙂 Þökkum allar hlýjar hugsanir, tölvupósta, símhringingar og skemmtileg ummæli á vefsíðunni okkar; höfum því miður ekki bolmagn til að svara þeim en þetta skemmti okkur stundirnar á spítalanum þegar minna var að gera. 🙂 Takk takk!
Home from the hospital
We are back home with our little puppy. 🙂 They didn’t discharge us until 3pm, since Anna Solrun needed an injection and the IV hadn’t been removed from Hrefna’s arm. Anna Sólrún slept until 5pm at home and is now feeding in her mother’s arms. We survived the first poopy diaper, but almost didn’t manage to change diapers fast enough – because more was on it’s way. One second later and we would have had a big mess on our hands! 🙂 Thanks for all your kind thoughts, emails, phone calls and fun comments on our web page; we don’t have the capacity to reply, but they made a delightful read during dead periods at the hospital! 🙂 Thanks!!