Miðvikudagur 28. janúar 2004
Góðar fréttir
Þær fréttir bárust í gær að Daníel Andri hefði farið í sneiðmyndatöku (MRI) og að allt hefði verið fullkomlega eðlilegt! 🙂 Svo er líka byrjað að gefa honum mjólk og meltingarkerfið virðist hafa ráðið við það, sem er mjög gott. Hann er ennþá á spítalanum, og óvíst hvenær hann fær að fara heim, en það verður vonandi fljótlega.
Af okkur Önnu Sólrúnu er ekki mikið að frétta nema að hún tók upp á því að sofa í 6-7 tíma rikk síðustu 5 nætur eða svo, en ekki í síðustu nótt. Nú vona ég bara að hún átti sig á því hvað það er miklu skemmtilegra að sofa lengur en skemur… eða öllu heldur hvað mamma hennar er skemmtilegri þegar hún sefur lengur en skemur… 🙂 Í gær fórum við svo í okkar fyrsta við-erum-bara-heima-göngutúr og röltum út í búð að kaupa í matinn. Það var bara ágætt.