Mánudagur 9. febrúar 2004
Heiðskýrt og hlýnandi
Í dag er heiðskýrt og 16 stiga hiti – og það er spáð 16-18 stiga hita næstu vikuna… Ætli það sé að koma vor?! 🙂 Jibbíí! 🙂
Annars hefur heilmikið verið í gangi… Á föstudaginn fór ég með Önnu Sólrúnu í “baby shower” í skólanum mínum þar sem hún fékk fullt af góðum gjöfum, helst ber þar að nefna svona litla barnarólu og svo að sjálfsögðu föt ásamt svona hlustunartæki, svo nú get ég fræðilega séð farið að þvo þvott á daginn (við erum ekki með þvottavél inni hjá okkur, heldur eru tvö þvottahús í komplexinu).
Á laugardaginn komu Guðrún & Snorri í heimsókn með Sif & Baldur og færðu okkur bakarísvörur. Þau voru líka nógu sniðug að koma með sitt eigið kaffi, því við eigum ekkert svoleiðis – hér er bara til te… 🙂 Þau tóku sig líka til og settu saman fyrir okkur róluna áður en þau hurfu aftur til Fremont…!! 🙂 Um kvöldið komu svo Augusto & Sarah og borðuðu með okkur kvöldmat a la Finnur, og síðan spiluðu A & F eitthvað voða sniðugt spil á meðan við stelpurnar púsluðum púslið sem ég fékk í jólagjöf frá Finni.
Í gær sunnudag vorum við bara ein heima fyrri part dags (!!! vá ein heima – engir gestir?!?! 🙂 en fórum svo með kvöldmat til Berglindar og Styrmis, og eyddum kvöldinu með þeim. Daníel Andri þeirra er ekkert smá sætur og fínn strákur – og alveg merkilega smár miðað við Önnu Sólrúnu, sem þó var svona lítil líka “einhvern tímann” (eeehh… fyrir 5 vikum eða svo). Rosalegt hvað þau stækka fljótt þessi ungabörn!! Vonandi næ ég að setja upp myndir fljótlega. 🙂