Föstudagur 13. febrúar 2004
Úúúúhhh…
Ég var að fatta að í dag er föstudagurinn þrettándi… hmm… kannski að við verðum bara heima í dag!! 🙂
Í gær var aftur “flakkdagur” því ég fór niður í skóla að hitta fólk og sérstaklega yfirmanninn sem ég lofaði að hitta á miðvikudaginn, en hætti svo við því ég var bara frekar löt og hálft í hvoru að fá kvef. Þar dúlluðum við okkur fram eftir degi og um kvöldið fórum við með Önnu Sólrúnu á sinn fyrsta veitingastað – ja, við fórum á veitingastaðinn og hún flaut með í kerrunni sinni. Það gekk bara vel, reyndar var hún með smá múður í upphafi en eftir að búið var að skipta á henni og gefa smá að drekka sat hún róleg á meðan við borðuðum. Ég var voða fegin að undarlega matarlyktin á kínverska staðnum virtist ekkert fara í taugarnar á henni… 🙂
Annars erum við búin að bjóða Kerri og John í kvöldmat í kvöld en þess fyrir utan er helgin algjörlega óplönuð. Eftir rétt rúma viku er svo von á pabba og Anthony litlasta bróðir í heimsókn, en þeir ætla að vera hjá okkur í 10 nætur.