Sunnudagur 15. febrúar 2004
Firefly
Við Finnur erum búin að vera föst yfir DVDunum af Firefly undanfarna daga, og kláruðum loksins þann fjórða og síðasta í dag. Firefly var sjónvapsþáttaröð sem Josh Weadon bjó til og framleiddi, en Josh þessi er líka “mastermændinn” á bak við Buffy og Angel. Af ótrúlegum klaufaskap tókst Fox sjónvarpsstöðinni hins vegar að drepa þáttaröðina með því að sýna hana á föstudagskvöldum og því voru bara 14 þættir búnir til – og þeir komu út á DVD fyrir skömmu. Það er hins vegar synd og skömm að ekki hafi verið framleiddir fleiri þættir því þetta eru alveg svakalega ávanabindandi þættir og góðir í þokkabót, með vitrænum karakterum, góðum húmor og slatta af ofbeldi, en ekki of mikið. Maður segir nú bara Grrr… Argh!
En það er ekki allt “Grr Argh”ið í dag því það var tilkynnt fyrir helgi að þeir ætla að hætta að framleiða Angel eftir þetta sjónvarpsár… 🙁 Búhú… þar með er bara Everwood eftir í sjónvarpinu, og það er jafnvel alveg á mörkunum að ég nenni að horfa á þá táningarangist mikið lengur… GAAAAAAAAAA… kannski að ég ætti að verða mér út um bókasafnsskírteini bara… 🙁