Sófar
Mig langar í nýja sófa. Núverandi sófar eru reyndar bara rétt rúmlega 8 ára, en púðarnir eru orðnir væskilslegir, það er komin af honum “ég er gamall sófi”-lykt, og það er ekki fræðilegur möguleiki á að ég flytji þá heim til Íslands þegar að því kemur.
Ég hef farið í sófa-skoðunarleiðangra með Önnu núna tvo daga í röð en ekkert fundið. Síðan fann ég grein þar sem greint var frá því að helstu húsgagnaframleiðendurnir séu ekkert að selja nein gæðahúsgögn, þó svo að þeir haldi öðru fram. Þar með flæktist málið, en ég fékk nokkur góð hint á Fésbókinni, sem ég ætla að kanna á næstu dögum.
Jújú, ég er sum sé að kenna Önnu listina að versla og eyða peningum. Er nokkuð mikilvægara? 🙂 Annars er ég að komast á þá skoðun að hún hefði gott og gaman að því að fara í 2 daga í eftirskólapössun, jafnvel þó að það þýði að ég þurfi að ná í hana í hádeginu og keyra hana þangað.
Írónían er að eftirskólapössunun er á sama stað og hverfisskólinn hennar, við hliðina á hraðbraut. Hins vegar er ein af núverandi bekkjarsystrum hennar keyrð þangað daglega, og hún lætur vel af. Sum sé, það verður verkefni dagsins: að skoða eftirskólapössunarmálin (og mögulega eina sófabúð).
Hvað varðar Bjarka og heilsdagsplássið, þá hefur það bara gengið ljómandi vel. Hann hefur sofið í klst báða dagana hingað til, og bara verið kátur og glaður að leika sér með vinum sínum. Ég ætlaði að sækja hann súpersnemma fyrsta daginn, en þess þurfti bara hreinlega ekki. Planið er samt að láta hann ekki vera allt of lengi þar, því að hann mætir snemma á morgnana.
Og já, áður en ég gleymi… Bjarki mældist 88 cm og 12.15 kg í síðustu viku.
Skv. þessari reiknivél þá útleggst það sem:
At 26 months: 26th percentile for weight, and 39th percentile for height.
At 23 months: 37th percentile for weight, and the 65th percentile for height.
Prósentutölurnar þýða að x prósenta af börnum á þessum aldri eru léttari/lægri en Bjarki.