2004-03-01Uncategorized Standard
Mánudagur 1. mars 2004
Afmæli! 🙂
Ég átti afmæli í dag… Ég átti afmæli í dag… o.s.frv… 🙂 Dagurinn leið stórtíðindalaust, fékk reyndar nokkrar símhringingar og slatta af tölvupóstskveðjum, og þakka fyrir það allt kærlega! 🙂 Annars fórum við bara í göngutúr niður í miðbæ Mountain View í dag og svo út að borða í kvöld á Black Angus. Á morgun fara þeir feðgar niður til Los Angelesar, og þá verður heldur betur tómt í kofanum. Við Anna verðum bara að venjast því að vera einar heima aftur…
Kannski að ég fari þá að vinna í því að setja nýjar myndir á vefinn… 🙂