2004-02-29Uncategorized Standard
Sunnudagur 29. febrúar 2004
Hringadróttins-Óskar
Við vorum að klára að horfa á Óskarsverðlaunaafhendinguna (í einu orði?!) og ég bara táraðist yfir öllum verðlaununum sem Hringadróttinssaga fékk… awww, shucks! 🙂 Annars var þetta rólegur dagur. Pabbi og Finnur fóru í afmælisgjafaleiðangur því á morgun á ég afmæli, og daginn eftir á Anthony afmæli. Við hin vorum bara heima og horfðum á teiknimyndir. Í gær vorum við öllu afkastameiri, fórum aftur til San Francisco og lékum túrista. Fórum upp í Coit Tower og fundum cable car, þó svo að við færum ekki um borð. Keyrðum svo í gegnum ítalska hverfið, Kínahverfið og miðbæinn sem var fullur af heimilislausu fólki að venju.
Eftir tvær nætur hverfa þeir feðgar til Los Angeles…