Miðvikudagur 14. apríl 2004
Komin með Matlab heima
Ég mætti í skólann bæði á mánudag og þriðjudag (þ.e. í gær) og var svona meira að sýna mig og Önnu og sjá aðra frekar en að gera mikið af viti. Ég fékk hins vegar Matlab með mér heim og er að setja það upp “as I type”.
Gærdagurinn fór reyndar að miklu leyti í að vesenast í vinnuleyfismálum fyrir Finn. Svo er nefnilega mál með vexti að hann fær yfirleytt atvinnuleyfi í eitt ár í einu og því þarf hann að endurnýja það árlega. Á síðasta ári sendi hann inn umsókn í lok maí, og fékk kvittun frá INS um að umsóknin hefði verið móttekin 2. júní 2003. Þremur mánuðum síðar var ekkert kort komið í póstinum svo hann fór og sótti um tímabundið atvinnuleyfi í staðinn. Það rennur út núna 1. maí og alvöru kortið er EKKI KOMIÐ ENNÞÁ! Við hringdum í snillingana hjá INS og þar fengum við bara þau svör að umsóknin hefði verið móttekin 2. júní og að jú það væri svolítið langt síðan…!
Því hlupum við upp til handa og fóta í gær til að púsla saman annarri umsókn sem fer í póst í dag…