Skotflaugadagur
Í dag var “skotflauga-dagur” í skólanum hennar Önnu. Það voru sendar heim leiðbeiningar um hvernig búa skyldi til skotflaug, og við mæðgurnar dunduðum okkur við það eftir skóla. Síðan náðum við í þá feðga úr leikskóla og vinnu og mættum síðan á grasvöllinn fyrir aftan skólann til að skjóta flauginni upp.
Þar var samankominn hópur af fólki sem skemmti sér konunglega við að skjóta flaugum gríðarlega hátt upp í loftið með græju sem samanstóð af hjólapumpu, pípulagningardóti, og rafstýrðum ventli. Gott ef það voru ekki átta svona græjur í stanslausri notkun í rúma tvo tíma í frábæru veðri (létt-hitabylgja: 30 stigum spáð á morgun). Allt í allt rosalega gaman og gott ef maður reynir kannski ekki bara að setja saman eitthvað svona þegar um hægist… 🙂
Í lokin má ég svo til með að óska Hollu, Óla, Ágústu Maríu og Adda kisa innilega til hamingju með nýjustu viðbótina við fjölskylduna, hana Helgu. Þrefalt hipphipphúrra fyrir henni! 🙂