Sunnudagur 9. maí 2004
Fyrsti veltingurinn
Í gær velti Anna Sólrún sér í fyrsta sinn af bakinu yfir á magann aaaalveg ein! 🙂 Hún velti sér reyndar um daginn líka, en það var í rúminu, og hún var að velta sér í áttina til mín – sem sagt undan halla – og því telst það nú eiginlega ekki með. En í gær komum við sem sagt að henni á maganum á gólfinu! 🙂 Hún hefur reyndar ekki haft fyrir því að endurtaka afrekið í dag, en við bíðum spennt.
Hálfur fataskápurinn farinn
Í dag ruddi ég öllum fötunum mínum út úr fataskápnum og fór síðan í gegnum alla hrúguna og tókst að losa mig við amk helminginn. Eftir eru bara þau föt sem ég nota reglulega, sparifötin (sem ég nota aldrei) og svo einstaka “sentimental” flíkur. Restin verður gefin til góðgerðamála, fyrir utan þau föt sem voru ónýt – þau fóru beint í ruslið. Finnur fór líka yfir sín föt, en það fór minna úr hans skáp. Það gleymdist hins vegar að hugsa fyrir því að nú sitjum við uppi með hrúgu af herðatrjám í staðinn… 🙂