2004-05-15Uncategorized Standard
Laugardagur 15. maí 2004
Allt gekk vel
Í gær fórum við Holla í saumaklúbb, og skildum Finn eftir einan með Önnu litlu. Óli var á köfunarnámskeiði frá 3 um daginn til hálf tíu um kvöldið, en þá fór Finnur og náði í kappann. Það gekk bara vel hjá þeim feðginum, Anna drakk eins og fiskur úr pela (brjóstamjólk) og svaf meiri part kvöldsins. Á meðan nutum við Holla gestrisni Jónínu sem töfraði fram hvern eðal-réttinn af fætur öðrum.
Í dag er Óli aftur á köfunarnámskeiði (frá 8 í morgun til 5 í dag) og við hin ætlum að kíkja í búðir á meðan. Svo er planið að keyra upp í vínhéruð á morgun og segja “úhh” og “ahh” og “það er moldarbragð af þessu”… 🙂