Fimmtudagur 27. maí 2004
Sprautur og læti
Ég fór með Önnu Sólrúnu í læknisskoðun í gær og þar fékk hún 4ra mánaða sprauturnar sínar (4 stk í lærin), örlítið á eftir áætlun… Læknirinn annars jós á okkur lofi, ég held að hann noti það sem lækningatækni – jákvætt viðhorf gerir jákvæða hluti eða eitthvað – en amk mældist Anna 7340 gr og 66 cm með 42,5 cm höfuðummál sem skv honum setur hana á 50% kúrfuna í þyngd, 75% í hæð og 50% í höfuðummáli. Skv. grafinu frá CDC er hún hins vegar í 75% bæði í hæð og þyngd. Hvað um það, hann virtist sáttur og sagði að þetta væri fínt svo lengi sem hún færi ekki mikið neðar á skalanum en það.
Svo komu sprauturnar ógurlegu og þá var nú grátið, en ekkert svakalega – þ.e.a.s. við höfum heyrt verra. Síðan fórum við heim og hún var ágæt fram til um 6 en þá byrjaði hún að vola og svo að hágráta (líklega aum í lærunum) og við enduðum á því að gefa henni ungbarna-parasetamól. Hún svaf svo ágætlega í nótt, en vaknaði með smá hita og pirruð… Við sjáum hvað setur…