Miðvikudagur 9. júní 2004
Barnamatur
Í gær fékk Anna í fyrsta sinn hrísgrjónagraut blandaðan með venjulegu (og ósoðnu) drykkjarvatni (en ekki brjóstamjólk) og síðan þá hefur maginn og meltingarkerfið á henni greinilega verið í smávægilegu sjokki. Núna er það vonandi aðeins að lagast samt. Til að bæta gráu ofan á svart prófaði ég að gefa henni Gerber bananamauk, en það vildi hún ekki sjá! Kannski ekki von því það var svo sannarlega ekki bragðgott. Í dag fékk hún alvöru stappaðan banana sem vakti heldur enga lukku, en ég ætla að prófa aftur á morgun…
Eitthvað gengur erfiðlega að koma sér í “vinnuham” eftir að ég kláraði lokaverkefnið um daginn – kannski er það bara vegna þess að allir aðrir voru að klára prófin sín og eru þar með komnir í frí… mig langar sko í frí líka… 🙂 Í dag bjó ég bara til tvær vefsíður í staðinn á meðan Steinunn horfði á Reagan jarðaðan frá öllum sjónarhornum í sjónvarpinu og Anna dundaði sér á milli þess að hún svaf eða var með magapirring. Kvöldinu eyddum við svo hjá G&S.; 🙂