Þriðjudagur 15. júní 2004
Svitabað
Það var heitt í dag í fyrsta skipti í langan tíma og þar sem við sátum og svitnuðum kom Una systir Guðrúnar eins og bjargandi engill og selflutti okkur stelpurnar til Fremont. Þar fórum við allar í sundlaugina sem er í bakgarðinum hjá G&S; – meiri að segja Anna Sólrún í sína fyrstu sundlaugarferð. Hún skemmti sér vel (eftir að hafa jafnað sig á öllu vatninu sem fór framan í hana þegar ég klúðraði “the entrance”) og spriklaði heilmikið eins og hún vildi bara fá að synda… 🙂 Að sjálfsögðu var hún mökuð í sólarvörn #50 og með hatt líka og sem betur fer virðist henni ekki hafa orðið meint af.
Seinna um daginn kom Finnur og við grilluðum hamborgara og íslensku SS pylsurnar sem Steinunn kom með að heiman – og svo var spilað smá áður en við héldum heim í suðupottinn okkar (íbúðina) þar sem við tókum aðeins til í kassadraslinu og hentum meira dóti.