Föstudagur 25. júní 2004
Anna Sólrún 6 mánaða
Bara lítil færsla um litla krúttið okkar sem varð hálfs árs í dag. Hún er öll að stækka, orðin 68.5 cm (27 inches) og 7.9 kg (17.4 lbs)! 🙂 Í tilefni dagsins fór hún í alvöru ungbarnarólu út á leikvelli með Steinunni og svo tókum við af henni nokkrar myndir. Við erum annars orðin svo rosalega eftir á með myndabirtingar að það er spurning hvort maður eigi ekki að fara í myndatökufrí!!! Af krúttinu er það hins vegar að frétta að núna er aðalfjörið að sveifla handleggjunum (beinum) í kringum sig, kýlandi allt sem kemur of nálægt. Svo finnst henni voða gaman ef maður setur eitthvað upp á hausinn á henni sem dettur svo niður, eða setur teppi yfir hausinn á henni sem hún dregur/kýlir í burtu. Mikið fjör – mikið gaman! 🙂
Svo fór ég og skráði hana endanlega á leikskólann í dag. Af því tilefni fór ég í skoðunarferð um deildina hennar og leist bara mjög vel á. Hún má byrja í júlí en ætli við byrjum nokkuð með hana af alvöru fyrr en við fáum eftir-hádegi plássið í ágúst (hún er núna skráð fyrir hádegi). Svo þurfum við Finnur (eða það okkar sem kemur til með að hjálpa til í 2 klst á viku á leikskólanum) að fara í berklapróf! 🙂 Þessar 2 klst verða til þess að mánaðargjaldið lækkar úr rúmlega 900 dollrunum á mánuði í rúma 800 dollara…