2004-07-03Uncategorized Standard
Laugardagur 3. júlí 2004
Barnagræjur
Þar sem litla barnið okkar er skyndilega ekki svo lítið lengur þá fórum við í dag og keyptum handa henni alvöru bílstól. Af því tilefni skiluðum við ungbarnabílstólnum og snap-and-go undirkerrunni til Guðrúnar og Snorra og þar með vorum við orðin kerrulaus (fyrir utan stóru hlaupakerruna). Til að bæta fyrir það keyptum við því regnhlífakerru til að hafa í bílnum. Þess fyrir utan lækkuðum við botninn á rúminu – en það var eiginlega meira svo Baldur gæti mögulega sofið í því.
G&S; og fylgifiskar komu nefnilega hingað í kvöldmat – ljúffengan grillaðan lax a la Finnur. En Baldur neitaði að sofna í ókunnugu rúmi svo þau fóru tiltölulega snemma – og núna er búið að stinga Office Space í tækið… 🙂