Föstudagur 9. júlí 2004
Þrusi
Við fórum með Önnu til læknis í dag því hún fékk litla hvíta díla á tunguna í byrjun vikunnar, og þeir neituðu að fara. Hann Daníel Andri fékk svipað á sína tungu (bara miklu meira) og það var greint sem “thrush” og hann þurfti að fá við því lyf. Læknirinn sagði að þetta væri líklega “thrush” (sveppasýking?) á byrjunarstigi og gaf okkur lyfseðil, en sagði að þetta gæti tekið 7-10 daga að fara. Á meðan er Anna Sólrún meira eða minna ullandi (byrjaði á því í dag) enda líklega óþægilegt að vera með svona á tungunni!
Meltingarmálin hennar eru annars svona happa-og-glappa og því ráðlagði læknirinn okkur bara að byrja upp á nýtt að gefa henni grænmetið og það – en í þetta sinn gefa sama hlutinn í viku áður en við byrjum á næstu tegund. Hún verður sem sagt orðin sjötug áður en hún kemst í almennilegan mat! 🙂
Við fullorðna fólkið létum það hins vegar ekki hafa mikil áhrif á okkur, heldur fórum á rosagóðan (og svoldið dýran) japanskan veitingastað sem var með eðal góðan mat. Naaammmmi! 🙂