Fimmtudagur 15. júlí 2004
Breinded
Hún Anna Sólrún vakti frá 3 til hálf 5 í nótt, þrælfúl yfir því að fá ekkert mömmubrjóst. Hann Finnur var með hana allan tímann, og hún stóð, sat og lá í rúminu okkar og vældi og volaði yfir óréttlæti heimsins. Vatnið vildi hún ekki sjá. Undir lokin sussuðum og snuðuðum við hana niður og hún svaf nokkuð ótrufluð (fékk smá vatn) til tæplega átta. Ég eyddi síðan deginum í dag algjörlega heiladauð og kom engu í verk. Það bætti ekki úr skák að leiðbeinandinn minn er í fríi á Flórída þangað til í næstu viku og hefur ekki haft samband í tvo daga…
Í kvöld komu svo Guðrún, Snorri, Una og Baldur í heimsókn (Sif er á Íslandi) og færðu okkur gómsætar pizzur. Í eftirrétt var svo kúkkíídó ís með rjóma og jarðarberjum – það er enginn að grennast á þessu heimili! Í eftir-eftir-rétt missti Finnur matarbakkann af stólnum hennar Önnu á rauðvínsglasið sitt sem splundraðist og það fór rauðvín út um allt… á Unu, vegginn, gólfið. Það gekk smá erfiðlega að ná rauðvíninu af veggnum… kann einhver húsráð?!