Laugardagur 17. júlí 2004
Tanntaka
Í dag fór Anna Sólrún að gráta strax eftir hádegismatinn sinn sem er mjög óvenjulegt því þá er hún yfirleitt södd og glöð. Við nánari athugun kom í ljós að hún er komin með sína fyrstu tönn! Tönnin er í neðri góm, vinstra megin frá okkur séð og virðist vera búin að brjótast í gegnum húðina. Anna er annars búin að vera nokkuð sátt í dag og við vonum að þetta augnabliks-pirr í dag hafi verið eins slæmt og það verður…
Við vorum bara ein í dag, litla fjölskyldan, því Steinunn eyddi deginum uppi í San Fran með hinum óperunum. Finnur stóð sig eins og hetja, setti upp slatta af myndasíðum og þvoði þvott á meðan ég lék við Önnu og var almennt gagnslaus. Svo borðuðum við kvöldmat á veitingastað í nágrenninu. Vííí… við komumst út fyrir hússins dyr í dag! 🙂