Þriðjudagur 20. júlí 2004
Ekki bara ein, heldur tvær!
Það lítur út fyrir að Anna sé ekki bara að fá eina framtönn – heldur tvær! Og báðar í neðri gómi. Hún er samt búin að taka þessu merkilega vel, er kannski búin að vera heldur stutt í skapinu en ekkert brjáluð (sjö, níu, þrettán…).
Svo settist hún upp í gær, alveg óvart! Hún hefur hingað til getað sest upp frá hálf-liggjandi stöðu (liggjandi á púðum) með því að nota magavöðvana og jafnvægisskynið en í gær var hún hálfvolandi á fjórum fótum og þar sem hún er að mótmæla einhverju óréttlæti heimsins þá bara bregður hún undir sig öðrum fætinum og var skyndilega sitjandi!! Hún var hins vegar svo upptekin af því að vera fúl að ég held að hún hafi ekki tekið eftir því sem hún gerði!! Við bíðum spennt eftir að hún endurtaki leikinn, í þetta sinn án tára.
Á morgun fer ég svo og næ í nýjan kassa af frosinni ýsu og daginn þar á eftir fer Anna í 6 mánaða spraturnar sínar. Ó fun. 🙁