Laugardagur 31. júlí 2004
Veisludagur
Í dag héldum við afmælisveislu í tilefni af þrítugsafmæli Finns. Dagurinn byrjaði ekki vel því Finnur var fastur í öxlunum/hálsinum eftir stressviku í vinnunni og því lá hann í heitu baði í morgun á meðan ég fór í Safeway og keypti það sem vantaði. Síðan vorum við öll á fullu til tæplega fimm um daginn. Sem betur fer fékk Hrafnhildur au-pair ekki skilaboðin um að veislunni hefði seinkað frá 2 til 4, þannig að hún mætti snemma og var sett í fulla veisluvinnu! Guðrún og Snorri þurftu svo að sækja afmæliskökuna í CostCo fyrir okkur. Þvílíkt skipulag alltaf hreint! En þetta hafðist sem betur fer. 🙂
Upp úr 5 komu svo komu gestirnir, flestir nýbúnir í sturtu eftir að hafa hjálpað Augusto og Söruh að flytja saman úr tveimur íbúðum í eina íbúð (allt á kampus – jei! 🙂 og veislan heppnaðist bara vel höldum við! 🙂 Hápunkturinn var þegar allir útlendingarnir tóku sig til og sungu “Hann á afmæli í dag” fyrir Finn á íslensku öllum Íslendingunum til mikllar furðu!! Í ljós kom að A&S; höfðu haft samband við Hollu og Óla á Íslandi og þau höfðu sent þeim textann og heimagerða hljóðskrá með afmælissöngunum!! 🙂 Frábært alveg! 🙂