Föstudagur 13. águst 2004
Góður dagur
[Frá Hrefnu:] Ferðalagið í gær gekk svona lala… Fyrra flugið gekk mjög vel, en svo var 2.5 tíma seinkunn á fluginu frá Chicago svo ég lenti ekki fyrr en klukkan 2 um nótt að staðartíma… Fór að sofa um 4, það var ennþá partý í gangi þegar ég mætti… 🙂 Ég er með sérherbergi heima hjá Kusza fjölskyldunni – snilld!! 🙂 Í dag var svo vaknað klukkan 11, svo fórum við Kerri í handa- og fótasnyrtingu, síðan förum við í snögga heimsókn til skartgripasala sem hreinsaði hringana okkar. Þar næst fórum við í snögga heimsókn í veislusalinn sem er risastór og viðarklæddur. Afar flottur. Seinna um daginn komum við aftur og settum matseðla og skreytingar á borðin áður en við fórum heim, fórum í aðeins fínni fötin og héldum í kirkjuna á æfingu. Ég vona að ég eigi eftir að meika þetta án þess að springa úr hlátri á miðri göngunni niður kirkjuna… Ég er sko fyrsta brúðarmærin til að ganga niður “aislinn”… Svo var rosalega fín og skemmtileg veisla heima hjá vinafólki Kuszanna sem stóð fram á kvöld, og núna eru allir (unga fólkið það er) komnir heim til Kuszanna að skemmta sér í kjallaranum. “Quite the party central… 🙂 !!”. Svo á að fara að sofa því klukkan 9 í fyrramálið byrjar hárgreiðslan o.s.frv… Vona bara að allt gangi vel! 🙂 Það hljómar sem að allt gangi vel heima við – Finnur og Steinunn standa sig eins og hetjur að vanda! 🙂 p.s. Það er enginn smá raki í loftinu hérna – og það rigndi meiri að segja slatta í dag. Vonum að það (rigningin) lagist á morgun… 🙂