Mánudagur 23. ágúst 2004
Verslað
Steinunn fer ekki-á-morgun-heldur-hinn (NOOOOOOOOO!!!…) og við stelpurnar fórum því í smá verslunarleiðangur. Við eyddum góðum tíma í Mervyn’s fatabúðinni sem telst nú ekki mjög merkileg, en samt tókst okkur að eyða þar slatta pening. Síðan var haldið heim þar sem við átum fiskibollur úr íslenskri ýsu. Við tókum eftir því í gær að Anna virtist vera komin aftur með “thrush” og því byrjuðum við að gefa henni sveppalyfið aftur í dag. Hún má ekki mæta á dagheimilið fyrr en þruskurinn er farinn.
Helgin var annars viðburðarrík. Við stelpurnar versluðum svoldið á laugardeginum en á sunnudeginum fórum við upp til San Francisco og heimsóttum Alcatraz fangelsið. Það var fróðlegt og svoldið spúkí. Vona bara að ég þurfi ekki að heimsækja fleiri fangelsi á lífsleiðinni… sjö, níu, þrettán… Aldrei þessu vant var rosalega gott veður upp í borg, og því fer Steinunn héðan án þess að lenda nokkurn tímann í San Francisco þokunni ógurlegu.