Þriðjudagur 31. ágúst 2004
Hitalaus! 🙂
Anna mældist hitalaus í morgun (jibbíí!) þannig að næsta mál á dagskrá er að fara að fita hana. Hún var bara einhver 8040 gr á spítalanum í gær, sem er það sama og hún var fyrir rúmum mánuði síðan, þannig að heill mánuður hefur “tapast” í þessum veikindum (hún var orðin svona 8.3 kg fyrir viku síðan). Hún er ennþá samt eitthvað tæp í maganum, ég fékk á mig spýju áðan þegar hún drakk of mikla mjólk fyrir morgunlúrinn og hún vill enn sem komið er bara grauta fyrir utan brjóstamjólkina (sem var það eina sem hún hélt niðri í veikindunum).
En hún er sem sagt bara orðin nokkuð kát, þó svo að hún sé greinilega orkulaus og eftir sig eftir öll átökin. Hún er líka orðin argasta mömmustelpa, enda búin að búa í fanginu á mér í nokkra daga. Það er vonandi að hún taki leikskólann aftur í sátt!