Þriðjudagur 7. september 2004
Zonta í Berkeley
Ég lagði í dag land undir fót og fór með lestum (tók 2 tíma) upp til Berkeley að hitta Zonta-konur sem höfðu boðið mér að koma og kynna mig og mínar rannsóknir. Svo vill nefnilega til að ég sótti um “Amelia Earhart Fellowship” að áeggjan íslenskra Zonta-kvenna og viti menn – ég fékk styrkinn (ásamt 19 öðrum konum)! 🙂
Ég fór sem sagt upp eftir, var sótt á lestarstöðina, fór í Berkeley City Club og fékk þar kvöldmat. Síðan hélt ég mína stuttu tölu, en því miður hafði orðinn misskilningur svo það vantaði skjávarpa og því varð ég að láta fartölvuskjáinn duga. Fundarkonur voru alls 23, á aldrinum 30 til sjötugs – og geri aðrir betur! En þetta gekk víst bara ágætlega, þær virtust amk nógu ánægðar fundarkonurnar! 🙂
Íslandsferð!
Þegar heim var komið (önnur lestarferð) settumst við niður og keyptum farmiða til Íslands. Við munum lenda þann 12. desember klukkan 7 að morgni (ó, fjör!) en við förum ekki aftur til Bandaríkjanna fyrr en þann 8. janúar 2005. Við verðum sem sagt í heilar fjórar vikur á Fróni! Jibbískibbíí! 🙂 Fyrir þá sem eru forvitnir borguðum við $1800 fyrir herlegheitin, sem eru um 130 þús kall íslenskar…