Neysluvatnslagnir lagaðar
Hér kemur sagan af vikunni þar sem neysluvatnslagnirnar í húsinu okkar voru endurnýjaðar með sandblæstri og plastfóðrun. 🙂
[Here follows the story of the week where the corroded water pipes in our house got sandblasted (cleaned) and re-sealed.]
[Uppfærsla, janúar 2023: Nýlega hafa tvær manneskjur haft samband eftir að hafa lesið þennan pistil og spurt hvernig þetta hefur reynst. Stutta svarið er að við höfum ekki séð neitt ryð síðan þetta var gert, en ég hef rekist á einhverjar greinar þar sem rætt var um BPA-mengun frá svona plöstun. Við höfum því byrjað að endurnýja lagnir frá grindinni í bílskúrnum undanfarin ár, fyrst þegar við tókum baðherbergið á efri hæð í gegn haustið 2019, og svo fengum við pípara til að leggja nýja lögn inn í eldhúsvask árið 2022. Eftir stendur einn vaskur á neðri hæð, þvottahúspípur og leiðsla út í garð sem nota ennþá gömlu pípurnar. Nú eru komin 12 ár frá því að þetta var gert og því að síga á seinni hlutann á endingunni, sem var áætluð 15 ár eða svo, og því að koma tími á að skipta út lögnunum í eitt skipti fyrir öll.]
Eftir að við fluttum inn í húsið í sumar kom í ljós að neysluvatnslagnirnar í 16 ára gamla húsinu okkar voru illa ryðgaðar að innan. Þetta lýsti sér helst með því að í byrjun hvers dags rann gul-brúnt vatn úr kalda vatnskrananum í eldhúsinu. Suma morgna var ástandið verra en þá datt vatnsþrýstingur niður og dökkbrúnt vatn kom úr krananum í nokkra stund ásamt látum og frussi í lagnakerfinu. Einnig urðum við vör við þetta þegar við tengdum þvottavélina í fyrsta sinn eftir að hafa flutt inn en vatnið í fyrsta þvotti var brúnt.
Okkur kom þetta þó nokkuð á óvart, svo ekki sé meira sagt enda húsið ekki gamalt og svona neysluvatnslagnir eiga að endast í allt að 50 ár samkvæmt fagmönnum! Frekari rannsóknir leiddu hins vegar í ljós að þetta er nokkuð útbreitt vandamál í húsum á Íslandi sem voru byggð 1980-2000 og orsökin sú að zink-húðin (sem ver pípurnar gegn ryði) innan í rörunum farin að eyðast. Súrefnisríka kalda vatnið hafði því átt greiða leið að pípunni sjálfri og því byrjað að tæra hana.
Það virðist ekki vera alveg á hreinu af hverju vandamálið er bundið við þetta tímabil þar sem sambærilegar pípur hafa verið í notkun mun lengur en frá 1980. Ein tilgátan er að með árunum hafi kalda vatnið orðið hreinna og þar með misst efni sem tóku þátt í að fóðra pípurnar í gamla daga (siliköt?). Það virðist heldur enginn hafa farið og athugað hvort þetta sé bundið við ákveðinn framleiðanda og það er ennþá verið að meðhöndla þetta á ‘case-by-case basis’.
Við veltum því fyrir okkur hvað við ættum að gera í stöðunni og sáum við fram á tvo kosti: Ráða pípara í að leggja nýjar pípur eða fá fyrirtæki sem gæti hreinsað og fóðrað gömlu pípurnar. Til hliðsjónar höfðum við foreldra Finns sem voru með pípara í fullri vinnu í 6 vikur að leggja nýjar pípur í þeirra húsi í sumar og vissum hvaða rask og vesen það væri. Við ákváðum því að kanna hina leiðina.
Við komumst fljótlega að því að það virðist bara vera eitt fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í að gera úttekt á og fóðra neysluvatnslagnir: HGL ehf. Jú, einhverjir aðrir fóðra lagnir en það virðast bara vera frárennslislagnir, sem er ekki það sem okkur vantaði. Við höfðum því samband við HGL og fengum þá til að koma og taka myndir innan úr rörunum og skila okkur ástandskýrslu og tilboði í verkið. Þeir skiluðu okkur meðal annars þessu myndskeiði hérna:
http://www.youtube.com/watch?v=qMHBMBZSusM
Eftir að hafa hugsað málið, einkum með tillits til plastsins sem þeir nota (plastið þarf að vera “food grade” eins og það heitir á ensku), þá ákváðum við að taka tilboði HGL um að fóðra bæði heitar og kaldar lagnir og þeir boðuðu komu sína í nóvember.
Archives
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- February 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
- April 2012
- March 2012
- February 2012
- January 2012
- December 2011
- November 2011
- October 2011
- September 2011
- August 2011
- July 2011
- June 2011
- May 2011
- April 2011
- March 2011
- February 2011
- January 2011
- December 2010
- November 2010
- October 2010
- September 2010
- August 2010
- July 2010
- June 2010
- May 2010
- April 2010
- March 2010
- February 2010
- January 2010
- December 2009
- November 2009
- October 2009
- September 2009
- August 2009
- July 2009
- June 2009
- May 2009
- April 2009
- March 2009
- February 2009
- January 2009
- December 2008
- November 2008
- October 2008
- September 2008
- August 2008
- July 2008
- June 2008
- May 2008
- April 2008
- March 2008
- February 2008
- January 2008
- December 2007
- November 2007
- October 2007
- September 2007
- August 2007
- July 2007
- June 2007
- May 2007
- April 2007
- March 2007
- February 2007
- January 2007
- December 2006
- November 2006
- October 2006
- September 2006
- August 2006
- July 2006
- June 2006
- May 2006
- April 2006
- March 2006
- February 2006
- January 2006
- December 2005
- November 2005
- October 2005
- September 2005
- August 2005
- July 2005
- June 2005
- May 2005
- April 2005
- March 2005
- February 2005
- January 2005
- December 2004
- November 2004
- October 2004
- September 2004
- August 2004
- July 2004
- June 2004
- May 2004
- April 2004
- March 2004
- February 2004
- January 2004
- December 2003
- November 2003
- October 2003
- September 2003
- August 2003
- July 2003
- June 2003
- May 2003
- April 2003
- March 2003
- February 2003
- January 2003
- December 2002
- November 2002
- October 2002
- September 2002
- August 2002
- July 2002
- June 2002
- May 2002
- April 2002
- March 2002
- February 2002
- January 2002
- December 2001
- November 2001
- October 2001
Categories
- Akureyri
- Anna
- Belgium
- Birthday
- Bjarki
- Canada
- Christmas
- Concert
- Confirmation
- Denmark
- Easter
- Emma
- Events
- Families
- Family
- FFF
- Finland
- Finnur's family
- France
- Friends
- Germany
- Graduation
- Guitar
- gymnastics
- Hiking
- Holland
- Hrefna
- Hrefna's family
- Iceland
- Ireland
- Italy
- Laugarvatn
- New Year's Eve
- Píanó
- snow
- Sweden
- Tenerife
- Thanksgiving
- Traveling
- UK
- Uncategorized
- Uppskriftir
- Us
- USA
- Visitors
- Weather