Shoreline Park
[Anna and I bike to Shoreline Park, supposedly in the company of other families from her school, but we were the only ones at the start point on time so we just set off. It was mostly sunny, but a chilly wind cooled us down considerably.]
Skólinn hennar Önnu efndi til hjólaferðar í dag frá hverfisleikvellinum okkar, út að flóa og inn í Shoreline Park. Við Anna mættum á leikvöllinn á tilsettum tíma, en þá var bara ein fjölskylda rétt að mæta á svæðið svo við ákváðum að leggja af stað sjálfar. Veðrið var ekki upp á allt of marga fiska, það blés kaldur vindur af flóanum og sólin náði ekki að hita okkur neitt sérstaklega mikið upp. Ég sá eftir að hafa ekki valið síðerma peysu…

Anna hjólar eftir malarvegi. Leiðin að Shoreline Park er öll malbikuð, en það er hægt að fara ýmsa útúrdúra á malarvegum til að skoða náttúruna betur.

Komnar á Shoreline Lake Cafe og búnar að fá okkur snemmbúinn hádegismat. Anna fékk "sultu" á brauð sem var ekkert nema "sykur", greipsafi, eplasafi og pektín. Þegar sultan og brauðið var búið tók hún eftir smjörinu og fór að borða það beint úr pakkningunni. Kom svo með spurninguna "Er smjör hollt?" "Eeehhh... í smáum skömmtum?" 🙂