Kjólastrákur
[Bjarki has started to insist on wearing dresses – just like big sister. It makes dancing so much more fun! :)]
Nýjasta sportið hjá Bjarka er að herma eftir stóru systur og heimta að ganga í kjól! Ég tók fyrst eftir því að hann varð allt í einu gríðarlega áhugasamur um pils og kjóla í nokkrum bókum. Einhvern morguninn fékk hann svo Önnu til að klæða sig í kjól, og þvílíkt sport!! Þá tók ég mig til og gróf upp gamlan kjól af Önnu sem passaði betur. Kjólinn þann notaði Anna í brúðkaupi Augusto og Söruh. Næst heimtaði hann að fá að fara með kjólinn á leikskólann, og við létum það eftir honum.
Kennararnir á leikskólanum voru alveg yfir sig hrifnir af kjólnum, sérstaklega ein sem er dansari. Hún sagði að Bjarki hefði rosalega gaman af því að dansa í kjólnum og þakkaði okkur kærlega fyrir að leyfa honum að vera í kjól. Aðrir foreldrar skutu upp augnabrún, en ég held að nú sé almennt ályktað að hér sé eitthvað sér-íslenskt á ferð. 🙂
COMMENTS