Anna spilar á tónleikum
[Anna’s first recital ever! She was number five of about 30 students who showed off their mad piano-skillz. 🙂 See videos below.]
Í dag hóaði píanókennari Önnu öllum nemendum sínum og fjölskyldum þeirra saman fyrir vortónleika. Anna er búin að vera að læra á píanó hjá henni síðan í janúar og farið mikið fram. Undanfarnar vikur hefur hún verið að æfa Merry Go Round Waltz sem hún spilaði í dag og stóð sig afskaplega vel (miðað við aldur og fyrri störf 🙂 ). (Ef á forsíðunni: *Munið að smella á ‘Read the rest of this entry’ til að sjá allar myndirnar og myndböndin*)

Anna í bleika kjólnum sínum með dagskrá tónleikanna. Hún var númer fimm í röðinni af rúmlega þrjátíu flytjendum. Áður en tónleikarnir hófust þá bað kennarinn hana og nokkra aðra krakka að sitja fremst við píanóið.

Elly kennari biður okkur velkomin, og afsakar að herbergið væri heldur lítið og loftlaust fyrir allan skarann.
Myndband (tekið með farsímanum) af Önnu að spila á sínum fyrstu tónleikum!
Bjarki var þægur sem ljós alla tónleikana, skoðaði ýmist bækur eða stóð og horfði
og hlustaði á það sem fram fór.
Uppáhaldspartur Önnu var að fá blóm í lokin. Minnst skemmtilegt
fannst henni að þurfa að sitja langt í burtu frá okkur.
COMMENTS