Rigningardagur
2010-03-12Uncategorized Standard
Eins og við var búist þá eyddum við Bjarki deginum saman hérna heima. Ég var með óljós plön um að fara kannski út á leikvöll því að drengurinn var hitalaus, en það byrjaði að rigna, svo að ég hætti við. Mér tókst hins vegar að fremja heima-jóga, þó svo að Bjarki mótmælti í byrjun “ekki þetta!”, og reyndi að klifra upp á mig í hvert skipti sem ég framdi niður-horfandi-hund. Svo lagðist hann ofan á mig þar sem ég lá á maganum, en fljótlega missti hann áhugann og fór að leika sér með kubbalest.
Annað sem var skondið var að eftir hádegi tók hann ástfóstri við gríðarlega syntheseraða útgáfu af Hallelúja! sem fylgdi í minninu á píanó-lyklaborðinu okkar. Þannig klifraði hann upp á mig þar sem ég lá í sófanum (og drengurinn er ekkert nema olnbogar! ái!) sat í 2 mínútur á meðan ég las bók fyrir hann, og svo þegar hann heyrði að lagið var að vera búið klambraðist hann niður aftur til að ýta á start takkann, klambraði svo aftur upp á mig… sat/las í 2 mínútur… klambraðist niður… o.s.frv. amk tíu sinnum. Það kæmi mér ekki á óvart að finna marbletti eftir olnbogana hans á morgun!
En þar með er þessi veikindavika liðin. Eini gallinn er að nú er ég andlega stillt inni á að vera heima með veik börn, og bara veit ekki hvernig ég fer að ef allir verða heilsuhraustir alla næstu viku. Þarf ég þá að fara að hugsa aftur? Urg.