Stroganoff í sinnepssósu
2010-01-01Uppskriftir Standard
Umsögn
Fann þetta á netinu. Kom á óvart. Líklega ekki einskorðað við Stroganoff – örugglega hægt að gera þetta með gúllasbitum/stirfry kjöti líka.
Innihald
700 gr. Stroganoff
salt og pipar
3 msk smjör
2 msk hveiti
2 bollar nautakraftur (2 bollar sjóðandi vatn + 2 kjötteningar)
2 msk Dijon sinnep
1/4 bolli sýrður rjómi
1 msk ólívuolía
1/2 laukur, niðursneiddur
1/3 bolli asíur (má sleppa)
450 gr. eggjanúðlur
Söxuð steinselja (til skreytingar)
Aðferð
Stroganoffið skorið í bita. Smjör og ólívuolía brædd á pönnu, kjötið sett á pönnuna og steikt ásamt söxuðum lauk og saltað og piprað eftir smekk (ég setti hvítlauk líka – má sleppa). Ef asíur eru notaðar (sem ég notaði ekki) eru þær settar í eftir að kjötið hefur steikst í 3-4 mín. Eftir steikingu er kjötið tekið frá og haldið heitu.
Eggjanúðlurnar settar í sjóðandi vatn og soðið eftir leiðbeiningum á pakkanum.
Smjör brætt á pönnunni, hveiti hellt varlega út og hrært vel. Sama með kjötkraftinn. Soðið í 1 mínútu og svo sinnepið og rjóminn sett út í. Soðið í 2-3 mínútur. Eftir þetta er þetta bragðbætt eftir smekk með því sem er til í kryddskápnum. Mér fannst vanta smá fyllingu (fer kannski eftir kjötkraftinum sem notaður er) og bætti við cayenne pipar, laukduft og papriku.
Tilvísun
Stolið og staðfært héðan.