Picnic lambakjötbollur
2010-01-01Uppskriftir Standard
Umsögn
Venjulega höfum við búið til kjötbollur úr nautakjöti en við rákumst á þessa uppskrift í einni bókinni okkar og myndin leit svo girnilega út… 🙂
Innihald
250gr lambahakk
4 hvítlauksgeirar (við sleppum þessu yfirleitt)
1/4 tsk þurrkað tarragon
1/3 bolli brauðraspur (heilhveiti ef hægt er)
1 stór eggjarauða eða eggjahvíta (ég notaði bara heilt egg)
1,5 msk tómatsósa
1,5 matskeið fitusnautt nautasoð (má nota vatn í staðinn)
salt og nýmalaður pipar
2 msk ólífu olía
parsley
Aðferð
Í stórri skál blandið saman lambi, söxuðum/pressuðum hvítlauk, tarragon, brauðraspi, eggi, tómatsósu og soði. Kryddað með salti og pipar eftir smekk.
Hræra vel og móta litlar bollur úr deiginu, steikja á pönnu við vægan hita og snúa reglulega þannig að brúnist jafnt á öllum “hliðum” – ca. 7 mínútur.
Að steikingu lokinni sáldrið yfir smá parsley og brauðmylsnu ofan á áður en bollurnar eru bornar fram með kúskús (eða hrísgrjónum) og góðu salati. Bókin mælir einnig með hvítlauksbrauði (úr frönsku baguette) og að hafa einn sítrónubát með.
Tilvísun
Uppskrift heitir Picnic Lamb Meatballs With Garlic Toast og er úr bókinni Quick Cooking for Two.