Krabbakökur
2010-01-01UppskriftirUppskriftir Standard
Umsögn
Fjölskyldufaðirinn er þekktur fyrir ást sína á skelfiski og því eru krabbakökur í miklu uppáhaldi. 🙂 Sumum fjölskyldumeðlimum þykir þó þetta kannksi helst til einhæft sem aðalréttur og því má vera að þetta sé betra sem forréttur. 🙂
Innihald
250 grömm krabbakjöt (ég hef notað imitation crab, kom ágætlega út)
1 egg
3 msk majónes
4 tsk sítrónusafi
1/8 tsk. þurrkaðar chiliflögur
1 tsk þurrkað tarragon
1 msk saxaður blaðlaukur (green onions/scallion)
1/2 bolli crushed buttery round crackers
1 tsk smjör
Aðferð
Hrærið saman eggið, majónesið, sítrónusafann, chiliflögurnar, tarragon og blaðlaukinn. Hrærið varlega krabbakjötið út í og reyna að brjóta ekki upp krabbakjötið of mikið. Myljið kexið út í, þangað til þykkjan er eftir smekk (ekki of blautt). 🙂
Hita smjör á pönnu á miðlungshita. Móta kökur úr deiginu (ekki of stórar) og steikja þangað til “golden-brown” á litinn, eða ca. 5-6 mínútur á hvorri hlið.
Tilvísun
Man ekki hvaðan þessi uppskrift kom 🙂 – líklega steypt saman úr nokkrum uppskriftum af Internetinu.