Hunangs-sinneps kjúklingabitar í brauðraspi
2010-01-01Uppskriftir Standard
Umsögn
Einfalt í innkaupum og undirbúningi. Vinsælt hjá stórum sem smáum.
Innihald
2 kjúklingabringur (þiðnar)
sinnep (t.d. Dijon eða venjulegt)
hunang
brauðraspur
salt og pipar
ólífuolía
(kannski hafa með einhverja sterka chili-sósu eða e-ð slíkt)
Aðferð
Hitið ofninn í 200 gr. celsius (400F). Skerið bringurnar í þunna strimla (á stærð við litlafingur eða svo) og kryddað með salti og pipar eftir smekk.
Blandið saman (í skál) nokkrum matskeiðum af sinnepi og jafn mörgum matskeiðum af hunangi og blandið vel saman. Setjið brauðrasp í aðra skál. Veltið kjúklingnum upp úr blöndunni og síðan upp úr raspinum.
Ef þið viljið getið þið steikt bitana í olíu á pönnu í 2 mínútur þar til þeir eru gullin-brúnir (passa að brenna ekki). Við sleppum reyndar oft að steikja og bökum bara (minna bras og maturinn hollari fyrir vikið). Setjið bitana svo á smjörpappír og í eldfast mót og bakið í miðjum ofni í um 15 mínútur.
Við borðum þetta yfirleitt bara með salati og hrísgrjónum en höfum oft hugsað að það gæti verið sniðugt að hafa e-s konar sterka chili-sósu eða eitthvað með. Látið bara ímyndunaraflið hlaupa með ykkur í gönur. 🙂