Heimadagar
2010-01-13Uncategorized Standard
Bjarki náði sér í hósta/hita/nefrennslis-pest í gær, svo að við mæðginin höfum verið að dúlla okkur heima í tvo daga. Það rann upp fyrir mér í gærmorgun að það er orðið svo langt síðan að Bjarki fékk almennilegan hita að hann mundi ekki lengur eftir að hafa verið mældur “almennilega”. 🙂 Hvað um það, hann er búinn að vera með með 38.5-38.9 stiga hita síðan þá, en samt vel sprækur.
Það er ekki mikið meira að frétta en bara það. Jú, heimilisstörf taka ferlega langan tíma.