Brauðmola-dumpling í laxasoði
2010-01-01Uppskriftir Standard
Umsögn
Í efnahags-niðursveiflum er alltaf gott að rifja upp gömul húsráð og læra að nýta leyfar betur. Þessi uppskrift er endurgerð eftir minni af súpu sem Frau Wendel bjó til þegar hún kom í heimsókn til Íslands um árið og borðaði með fjölskyldunni í Byggðarendanum. Við suðum íslenskan lax fyrir þau og eftir matinn þvertók hún fyrir að henda soðinu og notaði það í staðinn sem forrétt daginn eftir. Ég fékk aldrei uppskriftina hjá henni en leitaði í staðinn á náðir bókarinnar Splendid Soups sem Hólmfríður og Óli gáfu okkur fyrir löngu síðan.
Innihald
Soð af laxi
Í bollurnar, skal hræra saman:
2 egg
1/8 bolli brauðmolar
svolítið af parmesan osti
svolítið af bræddu smjöri (ég notaði reyndar bara ólífuolíu)
pínulítið af nutmeg
Smá humar-base uppleyst í vatni (má sleppa)
salt
pipar
Aðferð
Soðið sett í pott og hitað. Á meðan soðið hitnar er öllu hinu blandað saman í skál og hrært vel (ég tók uppskriftina mátulega hátíðlega og slumpaði á allt saman). Þegar suðan er komin upp er gott að taka tvær matskeiðar og mynda litlar bollur úr “deiginu” og þær látnar detta ofan í soðið. Þetta er svo soðið í smá stund (1-2 mín).
Tilvísun
Stolið og staðfært úr bókinni Splendid Soups.