Búin/Done!!
[As of today, I’m DONE with my Ph.D.! I submitted the thesis online yesterday afternoon, and this morning it got the final ok from my first reader and the format checkers at the registrar’s office. This means that I’ve fulfilled all the requirements Stanford has before it grants the Ph.D., and thus, I’m DONE! 🙂 🙂
It’ll be fun to reclaim the brain-space that’s been clogged up with endless mullings over wording, coding, results, and how it all fits together. I look forward to becoming more emotionally available to my family again (I’ve been clogged up!), finally attacking that 1.5 year backlog of photos, and as well as the random stacks of stuff that have gathered in the office awaiting attention. I also look forward to breaking out of my self-imposed “only one TV show allowed” mental block (Heroes), and napping a lot after a year of high tension and bad sleep-habits.
I have no immediate plans for what happens next. All I know is that I’m taking December off from all that, and I’ll start paying it some attention in January. I’ve applied for my post-graduate employment authorization, but that won’t take affect until 1st March (if it’s approved, which is should be) so I can’t legally make any money in the US until then.
But so yes… I’M DONE!!! :)]
Ég er BÚIN með allt sem ég þurfti að gera fyrir doktorsgráðuna. Ég sendi inn ritgerðina seint í gær, og í morgun þá var hún staðfest af fyrsta lesanda svo og skrifstofunni. Þar með var síðasta hakið sett við kröfulistann, og ég þar með BÚIN! Reyndar útskrifar skólinn fólk tæknilega ekki fyrr en 7. janúar, svo ég veit ekki hvort að ég sé tæknilega komin með doktorsgráðu eða hvort það gerist ekki fyrr en í janúar.
Ég verð að viðurkenna að ég hlakka heilmikið til að endurheimta heilapláss sem hefur verið undirlagt af pælingum um skriftir, kóða, niðurstöður og hvernig þetta tengist allt. Það verður líka gaman að eignast meiri þolinmæði og andlegt jafnvægi, að ráðast á myndastaflann sem nú er kominn 1.5 ár eftir á, svo ekki sé minnst á stafla af hinu og þessu sem sitja inni á skrifstofu og hæðast að mér fyrir að vera ekki búin að ganga frá þeim. Það verður líka gaman að leyfa sjálfri mér að horfa fleiri en einn sjónvarpsþátt (Heroes), svo og sé ég fram á slatta af lúrum eftir stressað ár og slæmar svefnvenjur.
Ég er annars ekki með nein plön um “hvað næst?”. Það eina sem er klappað og klárt er að ég ætla ekki lyfta litla fingri til að svara þeirri spurningu í desember, heldur bíða fram í janúar. Ég er búin að sækja um eftir-útskriftar-atvinnuleyfi, en það mun ekki taka gildi fyrr en 1. mars, svo ég má ekki byrja að vinna fyrr en þá. Ætli ég líti ekki eftir fjarvinnsluverkefnum á Íslandi í millitíðinni… Endilega látið mig vita ef þið vitið um eitthvað svoleiðis…:)
En já, ÉG ER BÚIN!! 🙂