Jólamyndataka
Hin árlega jólakortamyndataka fór fram í dag. Í tilefni af því tókum við okkur til og klipptum Bjarka, enda hárlokkar farnir að standa í allar áttir. Það tók svo nokkrar umferðir að ná Bjarka úr fanginu á mömmu (hann vildi fá að taka myndirnar) og að lokum þá sá pabbi um að taka myndirnar á meðan mamma geyflaði sig. Gott ef það náðust ekki nokkrar skemmtilegar, enda bara úr um 160 myndum að velja. Hér að neðan er ein þeirra, samt ekki hin “opinbera” jólamynd.
Annars eru miklir afmælisdagar í gangi núna: pabbi Gunni átti afmælí í dag, Inga systir Finns á afmæli á morgun (dóttir hennar skírð Edda í dag!), Augusto átti afmæli í gær, Jason sonur hans varð 1s árs í dag, og gott ef Dagur Ari hennar Ríkeyjar frænku sé ekki 2ja ára á morgun!
Þess fyrir utan þá er ég nú búin að fá handritið mitt í hausinn aftur frá lesenda númer þrjú sem ætlar að skrifa undir þegar ég er búin að leiðrétta stafsetningarvillurnar og hitt og þetta. Vonandi verða flestar leiðréttingar búnar á mánudag eða þriðjudag… Lokaskiladagur er sem fyrr á föstudaginn.
COMMENTS