Garðdagur
2009-11-14Uncategorized Standard
Í dag var garð-vinnudagur í skólanum hennar Önnu. Síðan skólinn flutti á alveg nýjan stað núna í haust, þá hefur garð-nefndin unnið að því hörðum höndum að koma upp skólagarði. Um síðustu helgi, og svo í dag, þá voru smíðuð og sett upp beð. Ég og Anna eyddum sem sagt eftirmiðdeginum í að moka mold og viðarkurl í hjólbörur og dreyfa þar sem þurfti. Alltaf gaman að verkamannast svolítið.
Í öðrum, og kannski meira spennandi fréttum, þá hef ég þannig séð fengið grænt ljós á löngu ritgerðina mína frá aðal-prófessornum. Hann vill að hinir tveir lesendurnir gefi grænt ljós fyrst áður en hann gefur formlegt grænt ljós, þannig að þar standa málin núna. Ég er búin að senda lesendunum tveimur skjalið í tölvupósti, en þarf líklega að prenta það út og hand-afhenda eftir helgi. Þetta er sem sagt allt að skríða saman, og ég er örlítið farin að velta því fyrir mér hvað ég eigi af mér að gera með ekkert hangandi yfir mér lengur. Það verður skrítið…