Logn á milli storma
2009-10-20Uncategorized Standard
Jæja, þetta ætlar að vera gjörsamlega useless vinnudagur. Sem ég held að sé í lagi því að ég kom heilmiklu í verk í síðustu viku, og í gær líka. Kannski er bara ágætt að stoppa aðeins, líta í kringum sig og undirbúa sig undir næstu átök. Reyndar eru átökin öll andleg og eiga sér bara stað í hausnum á mér, en það er nógu mikið vesen fyrir mig.
Er að reyna að líta á þessa blessuðu ritgerð sem enn eitt lokaverkefnið í roooosalega löngum kúrs. Jamm, það þarf bara að skrifa eitthvað niður, klambra því saman í sæmilega heillegan klump og svo henda því í hausinn á öðru fólki. Ég held að hingað til hafi ég verið að hafa of miklar áhyggjur af þessu, og núna er ég vonandi komin á nógu hátt kæruleysisstig að ég geti rumpað restinni af.
Með restinni á ég við 1. kafla (inngangur), 7. kafla (bera mitt stöff saman við annarra manna stöff – endalaus epli og appelsínur – oh the pain!), 8. kafla (samantekt og lokaorð) og svo ýmsa “eftirmála”. Það er allt og sumt. Seríóslí.
Nei, í staðinn er ég búin að vera á Heroes flippi. Jamm, Heroes þáttaröðin er núverandi “alternative reality” uppáhalds-staðurinn minn. Sem er í lagi held ég því að ég hef séð alla þættina og þarf því ekki að vaka til 4 til að drekka í mig nýtt efni… eða það segi ég amk við sjálfa mig!…
Ah, og á meðan ég man…hér er listi yfir þá sjónvarpsþætti sem ég man eftir að hafa haldið andlegu dauðahaldi í á meðan það ríkti andlegur stormur í náminu: Roswell (quals á fyrsta ári), Doctor Who (fyrir vörnina) og svo Heroes (ritgerðarskriftir). Ég man líka að hafa koldottið inn í Buffy, en ég man ekki lengur af hverju. Crazy! 🙂