Íslandsferð, 1. partur
2009-10-06Uncategorized Standard
Íslandsferðin hefur gengið ljómandi vel hingað til. Anna var eins og ljós í báðum flugvélunum, flugstöðvunum og í jarðaför afa Eymundar. Hún sat stillt og kurteis í kapellunni og í eitt skiptið þegar hún hallaði sér að mér, með tár í vanganum, sagði hún: “ég sakna afa Eymundar”.
Mamma við kistuna í Fossvogskapellu
Athöfnin var mjög falleg og smekkleg; Kórinn söng, leikið var á fiðlu og orgel og svo las Arnar Jónson nokkur ljóð eftir afa og fleiri. Eyrún sáu um minningarorð (sem voru að hluta unnin upp úr endurminningum okkar systkinanna) og hafði fólk orð á því að það hefði notið athafnarinnar og skemmt sér yfir minningarorðunum sem voru oft á tíðum nokkuð fyndin. Erfidrykkjan var svo í Blómasal Hótel Loftleiða og honum verður svo “holað niður” (eins og hann orðaði það sjálfur) á föstudaginn.
í 30 mínútur og svo á hún að teikna mynd af því sem við lásum
og skrifa eina setningu. Þessu þarf svo að skila til kennarans þegar
við komum aftur (ásamt fleiri æfingum í skrift og talningu og svoleiðis).
Fyrsta kvöldið okkar hér hittist nánast öll fjölskyldan í Byggðarendanum og boðið var upp á pörusteik. Í dag kíktum við Anna og Steinunn systir í heitu pottana í Kópavogslaug og létum fara vel um okkur. Eftir það var stoppað í bakarí og við gúffuðum í okkur bakkelsi. Í kvöld er svo kvöldmatur hjá Eyrúnu fyrir mig og Önnu.
COMMENTS