Gítar!
Það kom í upp úr dúrnum um daginn að við hjónakornin erum sitt í hvoru lagi búin að vera að láta okkur dreyma um að læra á hljóðfæri. Finnur rauf þögnina um daginn og stakk upp á því að við myndum kaupa gítar. Í staðinn fyrir há mótmæli (sem hann bjóst fyllilega við) þá heyrðist “Já, þeir voru að selja gítara í CostCo um daginn, en mér leist ekkert sérstaklega á hann…”. Þar með var það ákveðið og gítar (Yamaha FG700S) keyptur af Ebay nokkrum dögum síðar.
Eftir kvöldmat á föstudegi var svo bankað á dyrnar og þar var maður með stóran kassa handa okkur. Gleði gleði! 🙂
Sem stendur erum við hjónakornin að reyna að læra 1-2 grip á hverju kvöldi, og komast yfir auma putta. Krakkarnir hafa líka haft gaman að því að fikta í gripnum, enda “alvöru” fullorðinsdót. 🙂