Flugsafns-afmæli
Okkur var boðið í 2ja ára afmæli til bekkjarbróðurs Bjarka í morgun. Afmælisveislan var haldin á óvenjulegum stað: á flugsafni í nágrenninu. Eins og tilheyrir þá fór fjölskylda afmælisbarnsins yfir um í skreytingum, og almennum undirbúningi, og leysti meðal annars krakkana okkar út með gjöfum sem kostuðu meira heldur en gjöfin sem við gáfum afmælisbarninu. Þetta var samt hin besta skemmtun, enda höfum við oft séð skiltið fyrir safnið á leið upp í borg, en aldrei farið inn.
Innan dyra er mökkur af gömlum flugvélum. Það ægir öllu
svolítið saman þarna inni svo það er erfitt að taka myndir.
Eftir hádegislúrinn þá fór ég með krakkana á leikvöll í nágrenninu og hitti þar “nýja” íslenska fjölskyldu, Oddný og Thor, sem eiga heima rétt hjá okkur. Þau höfðu samband í tölvupósti í vikunni, eftir að hafa rekist á okkur á netinu. Þau eiga einn tveggja ára, og ekki ólíklegt að við eigum eftir að hitta þau oftar á næstunni! 🙂