Fámennt í kotinu
2009-10-03Uncategorized Standard
Við Bjarki erum ein í kotinu sem stendur, því Finnur og Anna eru nýlent á Íslandi (var að fá tölvupóst!) til að vera viðstödd jarðarför Eymundar, afa Finns, sem lést í september. Þau verða á Íslandi fram á mánudag í næstu viku, svo við Bjarki verðum ein heima í rúma viku í viðbót. Það eru fá stór plön fyrir vikuna hjá okkur, önnur en að vona að við höldum bæði heilsu svo að ég komist á skrifstofuna alla næstu viku.
Það er fátt annað í fréttum. Vikan sem leið þaut hjá, enda fór frítíminn allur í jólagjafainnkaup til að nýta ferðina heim. Þau flugu því til Íslands með 2 stórar töskur í staðinn fyrir eina litla sem hefði dugað undir fötin þeirra. En ég hef heyrt af því að fólk ætli að senda einhverjar gjafir með þeim á leiðinni til baka, svo að það er kannski eins gott að vera bara með nóg farangursrými!
En jæja, best að fara í háttinn. Svefn mun vera af hinu góða er mér sagt! 🙂